Tíminn líður og líður :) sem betur fer!
Ég er bara hress :) er ekki eins og flestir því insúlínið er í klikki eða þannig, hækkaði bara þegar ég fór á það og núna er ég búin að minnka skammtinn um helming og það er til prufu núna í 3 daga. Var bara eins og venjulega í morgun. Þannig að ég vona að ég verði rosalega flott í fyrramálið og verði undir mörkum ... glætan spætan
Fór til ljósu í gær og það gekk allt rosalega vel :) Blóðþrýstingurinn hjá mér er eins og hjá unglingi :) hjartsláttur barnsins kröftugur og frábær. Búin að léttast um 1 og hálft kíló þannig að ég er búin að þyngjast um 3 og hálft í allt, sem ég er bara ánægð með :) Allt í lagi að ég léttist núna því að ég er að borða minna (eða meira) en samt á tveggja tíma fresti. Er ekkert að svelta mig eða þannig sko.
Eini mínusinn var að ég er orðin lág í blóði/járni og þarf að gera eitthvað í því. Borða slátur, rautt kjöt og spínat já eða taka járn.
Hey já fyndið! bumbus er komin með höfuðið niður, spurning hvort að hann eigi eftir að snúa sér meira. Humm fór sko að hugsa: VÁ verður hann á hvolfi í tvo mánuði ... hvaða áhrif hefur það verður barnið með leðurblöku tendensa, þarf ég að halda á því á hvolfi svo því líði vel ... ja maður spyr sig :) hehe
Á að fara í sónarinn í næstu viku og hlakka til að sjá hvernig staðan er á bumbus þá, humm kannski ég spyrji lækninn út í þetta með leðurblökuna.
Jæja er að horfa á skóla endurfundina á skjá einum
ta ta meira síðar
p.s Þóra og Elli PASA SIG Á SKÍÐUNUM.